Okkar markmið er að nýta sálfræðilega þekkingu til að stuðla að mann- og vistvænna umhverfi.

 

Nú til dags er gerð aukin krafa um að tekið sé tillit til mannlegra og vistvænna þátta í skipulagi og hönnun umhverfis og bygginga. Í því ljósi er þekking sálfræðinga á áhrifum umhverfis á manninn og áhrifum mannsins á umhverfi sitt mikilvæg.

Okkar markmið er að nýta vísindalega þekkingu sálfræðinnar til að bæta umhverfi og skipulag og um leið efla vistvæna hegðun og auka lífsgæði íbúa. 

Sérstaða okkar felst í sérhæfðri þekkingu á samspili fólks og umhverfis, hvernig umhverfið getur haft áhrif á fólk, hegðun þess og upplifun og hvernig fólk hefur áhrif á umhverfi sitt, náttúru og byggt umhverfi, innan dyra sem utan dyra. Aðferðir hagnýtrar félagssálfræði eru notaðar til að greina úrlausnarefni og finna raunprófaðar lausnir á þeim.


PRS ráðgjöf er eina fyrirtækið sinnar tegundar á Íslandi og hentar þjónusta þess öllum þeim sem vinna við hönnun og mótun skipulags og umhverfis, sem og innleiðingu vist- og mannvænna lausna. Þjónustan nýtist sveitarfélögum, stofnunum, fyrirtækjum, félagasamtökum eða einstaklingum.
 PRS ráðgjöf var stofnuð árið 2015 af þeim Rögnu Benediktu Garðarsdóttur, Sigrúnu Birnu Sigurðardóttur og Páli Jakobi Líndal.

PRS ráðgjöf var stofnuð árið 2015 af þeim Rögnu Benediktu Garðarsdóttur, Sigrúnu Birnu Sigurðardóttur og Páli Jakobi Líndal.